Prófkjör á ljóshraða í Suðurkjördæmi. Það líða ekki 3 vikur frá því að leikreglur eru settar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og þar til prófkjörið fer fram. Flestir frambjóðendur hafa tvær vikur til þess að kynna sig í öllu kjördæminu allan Reykjanesskagann, Suðurlandsundirlendið, Vestmannaeyjar og Hornafjörð. Á sama tíma þarf að hanna kynningarefni, skrifa greinar, hringja út í stuðningsmenn, setja upp heima- eða bloggsíður, jafnvel Fésbók.