Kl. 6:00 í morgun hófst kosning í opnu netprófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjörfæmi, kosning stendur yfir til kl. 18:00 laugardaginn 7. mars 2009. Kosningarétt hafa allir sem eru á íbúaskrá í Suðurkjördæmi þann 1. mars og verða orðnir 18 ára þegar Alþingiskosningar fara fram þann 25. apríl. Frambjóðendur Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi eru einu frambjóðendurnir í kjördæminu sem sækja umboð sitt milliliðalaust til íbúanna.