Í fyrradag efndi ég til utandagskrárumræðu á Alþingi um endurúthlutun fiskveiðiheimilda. Tilefnið var ný könnun sem fyrirtækið MMR gerði í síðasta mánuði og kannaði vilja almennings til þess að stjórnvöld afturkalli fiskveiðiheimildir með einum eða öðrum hætti og úthluti þeim að nýju með breyttum reglum. Svörin voru ótrúlega skýr og á einn veg. Rúmlega 60% svarenda voru hlynnt þessu og aðeins 20% voru andvíg.