Stjórn Eyjasýnar ehf. hefur ákveðið að gefa breytingar á útgáfu fyrirtækisins. Eyjasýn gefur út bæði Fréttir og Vakt­ina, auk þess að halda úti vefmiðlunum Eyja­fréttir.is og Sudurlandid.is. Vegna lægðar á auglýsingamarkaði hefur verið ákveðið að draga úr útgáfu Vaktar­innar þannig að blaðið komi út einu sinni í mánuði eða svo.