Sáralítið hefur selst hingað til á uppboðum á Fjölnetinu þar sem innlendum kaupendum gefst kostur á að bjóða í fisk sem áformað er að selja óunninn á erlendan markað. Boðin hafa verið upp yfir 700 tonn í vikunni á þessum vettvangi en aðeins tæp 4 tonn selst, samkvæmt upplýsingum Reiknistofu fiskmarkaða.