Um helgina leikur körfuknattleikslið ÍBV sína síðustu leiki í riðlakeppni 2. deildar í Íslandsmótinu. Báðir leikirnir fara fram í Eyjum og eru báðir gegn Leikni en liðin tvö berjast nú um laust sæti í úrslitakeppni deildarinnar. ÍBV dugir að vinna báða leikina og því mikilvægt að ÍBV fái eins mikinn stuðning og mögulegt er.