Vísbendingar eru um að loðnuvertíðin næsta vetur, janúar-marz 2010, verði léleg eins og vertíðin í ár. Hins vegar er mun betra útlit fyrir vertíðina árið 2011 miðað við mergð seiða og mikla útbreiðslu þeirra. Fiskifræðingar eru þó áhyggjufullir vegna þess hve lítið af loðnu virðist hafa komið til hrygningar nú á síðustu vikum.