ÍBV gerði jafntefli við Fjölni í dag í Íslandsmótinu í handbolta kvenna en liðin leika bæði í 2. deild og áttust við í Eyjum. Lokatölur urðu 23:23 en Eyjastúlkur fóru afar illa að ráði sínu á lokakaflanum enda voru þær 23:20 yfir þegar skammt var til leiksloka. Leikurinn var afar kaflaskiptur en staðan í hálfleik var 10:13 Fjölni í vil.