Karlalið ÍBV í körfuknattleik vann öruggan sigur á Leikni í fyrri viðureign liðanna nú um helgina en liðin berjast um laust sæti í úrslitakeppni 2. deildar. Eyjamönnum dugir ekkert annað en sigur í báðum leikjum og nú er sá fyrri að baki. Liðin mætast að nýju á morgun klukkan 13.30 en lokatölur í dag urðu 75:58.