Eyjamenn töpuðu í dag gegn Leikni í 2. deildinni í körfubolta en þetta var síðasti leikur ÍBV í riðlinum. Lokatölur urðu 81:89 en mikil barátta var í leiknum. Þrátt fyrir tapið eru Eyjamenn komnir í úrslitakeppni 2. deildar, sem fer fram með breyttu fyrirkomulagi í ár.