Á dögunum var haldinn fundur með ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum og Ásbirni Björg­vinssyni, fram­kvæmda­stjóra Markaðsstofu Norðurlands. Ásbjörn stofnaði Hvalasafnið á Húsavík og stýrir því en tilgangur fundarins var að kanna hug Eyjamanna til þess að fá Flugfélag Íslands til að fljúga beint flug milli Akur­eyrar og Eyja.