Þann 5. mars síðastliðinn stóðu Landsamband Sjálfstæðiskvenna og Sjálfstæðiskvennafélagið Sókn fyrir skemmtikvöldi með öllum kvenframbjóðendum í Suðurkjördæmi. Rúmlega 120 konur mættu til að kynnast frambjóðendum í Víkingaheimum í Reykjanesbæ. Védís Hervör Árnadóttir söng og var boðið uppá léttar veitingar. Mikil ánægja var með fyrirkomulagið meðal gesta en allir kvenframbjóðendur í kjördæminu fengu að kynna sig spjalla við gesti.