Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglunnni í vikunni sem leið og um helgina, við að aðstoða borgarana. Við eftirlit lögreglu með veitingastöðum bæjarins, um helgina, var þremur stúlkum undir aldri vísað út. Eitt fíkniefnamál kom til kasta lögreglu í vikunni sem leið en starfsmenn veitingastaðarins Lundans fundu ætluð fíkniefni þegar verið var að gagna frá eftir helgina á undan. Er þarna líklega um að ræða um 1. gr. af amfetamíni. Ekki liggur fyrir hver er eigandi að efninu.