A-sveita Grunnskóla Vestmannaeyja endaði í öðru sæti á Íslandsmóti barnaskólasveita sem fór fram um helgina. Mótið fór þannig fram að sveitirnar kepptu sín á milli og söfnuðu stigum en fjórar efstu sveitirnar léku svo um Íslandsmeistaratitilinn. GRV varð efst að loknum fyrri keppnisdeginum með 24,5 vinninga af 28 mögulegum. Og þegar upp var staðið komu silfurverðlaun í hlut sveitarinnar sem er glæsilegur árangur.