Eigendur Volcano Café halda áfram að fara ótroðnar slóðir, á morgun mun starfsfólk Volcano Café í samstarfi við Siggu systir hans Guffa Kristmannns að bjóða upp á nýung sem kallast prjónakaffi. Allir eru velkomnir með prjóna, hekl eða útsaum á Volcano Café og spjalla saman, fá ráðleggingar, hugmyndir og skiptast á uppskriftum. Prjónakaffið verður þriðjudaginn næstkomandi eða 10.mars klukkan 20:00 til 22:00.