Mikil krafa er um endurnýjum í forustusveit á framboðslistum fyrir komandi kosningar. Þess er krafist að nýtt og kraftmikið fólk verði kallað til starfa. Venjulegt jarðtengt og vinnusamt fólk sem þekkir þarfir þjóðarinnar og veit og skilur á hverju þessi þjóð byggir afkomu sína. Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til að verða við þessu kalli. Ég tel að sú reynsla sem ég hef aflað mér á undanförnum árum og þá ekki síst reynsla síðustu ára af rekstri fyrirtækis sé góður undirbúningur til að takast á við þau fjölmörgu og erfiðu verkefni sem bíða.