Nú er prófkjörsslagnum hjá Samfylkingunni í Suðurkjördæmi lokið. Baráttan var einkar skemmtileg og drengileg. Það er líka frábært að fá tækifæri til þess að kynnast svo mörgum stórskemmtilegum einstaklingum, bæði í hópi frambjóðenda og kjósenda. Ferðirnar um kjördæmið, þar sem frambjóðendur hittu og ræddu við kjósendur – bæði á vinnustöðum og á förnum vegi – voru sérstaklega ánægjulegar enda fengu frambjóðendur þá að heyra hvaða mál það eru sem helst brenna á fólki. Framboðsfundirnir í Eyjum, Hornafirði, Árborg og Reykjanesbæ voru líka gagnlegir og málefnalegir.