Sjávarútvegsráðherra hefur sýnt það á fáum dögum að hann er algjörlega óhæfur sem slíkur. Best kom þetta í ljós í aðgerðarleysinu að koma loðnuvertíð í gang með útgáfu bráðabirgðakvóta upp á 50-100 þúsund tonn. Þess í stað var sett í gang að finna leiðir til að afturkalla hvalveiðar sem forveri hans leyfði á síðustu metrunum í stjórnartíð fyrri stjórnar. Hvernig hann rembdist eins og rjúpan við staurinn í hvalamálinu er skýrasta málið hvernig aðkallandi málum er drepið á dreif í stað mála sem engu skipta á líðandi stundu.