990 eru á atvinnuleysisskrá á Suðurlandi, samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun Suðurlands á Selfossi. 618 karlar og 372 konur. Flestir eru atvinnulausir í Árborg eða 526, 122 í Hveragerði, 122 á Hellu og Hvolsvelli, 93 í Þorlákshöfn, 79 í Vestmannaeyjum, 41 í uppsveitum Árnessýslum og 17 eru atvinnulausir í Mýrdalshreppi og Skaftárhreppi. 12 laus störf eru á Suðurlandi hjá Vinnumálastofnun.