Það frumkvæði sveitarfélaga á Suðurlandi að beita sér fyrir stofnun Háskólafélags Suðurlands ehf. er mikið og gott framtak. Markmiðið með stofnun Háskólafélagsins er að efla háskólamenntun og auka aðgengi almennings að henni enda sé það eitt brýnasta hagsmunamál Sunnlendinga. Háskólafélag Suðurlands sótt um styrk til fjárlaganefndar Alþingis til stofnunar Þekkingaseturs á Suðurlandi líkt og þekkist í öðrum landshlutum.