Í gær voru teknar fyrir umsóknir þeirra 24 félaga sem leika í efstu tveimur deildum Íslandsmótsins í knattspyrnu karla. Gefin voru út þátttökuleyfi 16 félaga en átta var gefinn vikufrestur til að klára sín mál, þar á meðal ÍBV. Hins vegar virðist enginn hjá félaginu vita hvaða skilyrði félagið uppfyllir ekki.