Ægir Páll Friðbertsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Ísfélagsins, vildi ekkert segja um brotthvarf sitt frá félaginu þegar Fréttir ræddu við hann í gær. „Það er ekkert um þetta að segja á þessari stundu nema að ég er stoltur af mínum verkum þegar ég lít yfir þessi átta ár sem ég var hjá Ísfélaginu. Þetta er sterkt og gott félag sem hefur á að skipa frábæru starfsfólki.“