Margrét Lára Viðarsdóttir leikur í dag sinn 50. A-landsleik fyrir Íslands hönd þegar íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur við Kínverja um 5. sætið í Algarve-bikarnum í Portúgal. Margrét Lára, sem er 22 ára gömul, verður tíunda landsliðskonan frá upphafi til að ná þessum áfanga. Hún á markamet landsliðsins, hefur skorað 43 mörk í 49 leikjum.