Eins og greint var frá í morgun fékk ÍBV ekki þátttökuleyfi hjá KSÍ en leyfisnefnd sambandsins tók fyrir umsóknir þeirra 24 félaga sem tefla fram liði í tveimur efstu deildum Íslandsmótsins. Átta liðum var synjað um þátttökuleyfið, þar á meðal ÍBV. Sigursveinn Þórðarson, formaður knattspyrnudeildar segir hins vegar að einungis þurfi að leysa nokkur smáatriði svo ÍBV fái þátttökuleyfi.