Klukkan fjögur í nótt hófst Guðlaugssundið í Sundhöll Vestmannaeyja en aldrei áður hafa jafn margir verið skráðir í sundið en í ár. Sundið hefur verið haldið árlega frá 1985 en þá höfðu nemendur Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum frumkvæði að því að synda þá vegalengd sem Guðlaugur Friðþórsson hafði synt í ísköldum og úfnum sjónum árið áður. Síðan þá hefur sundið verið haldið árlega en Friðrik Ásmundsson, fyrrum skólastjóri Stýrimannaskólans hefur haldið utan um það.