Miðjumaðurinn öflugi, Pétur Runólfsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við ÍBV. Pétur lék sinn fyrsta leik fyrir félagið gegn Breiðablik í í 16 liða úrslitum bikarkeppni KSÍ árið 2001. Hann kom þá inn á í 3:1 sigri ÍBV. Pétur hefur leikið 101 leik fyrir ÍBV í deild og bikar síðan árið 2001 og skorað í þeim 10 mörk. Pétur lék lykilhlutverk í 1.deildar meistaraliði ÍBV á síðasta tímabili og bindum við miklar vonir við kappann á komandi tímabili.