Að gefnu tilefni vilja meðlimir hljómsveitarinnar Tríkot taka það fram að þeir hafa ekkert á móti sól. Þvert á móti fagna þeir hlýnandi verði og hækkandi sól og vonast til að sjá sem mest af henni. Einnig vonast þeir til að sjá sem flesta á Lundanum um helgina en þar mun hljómsveitin halda uppi gleði alla helgina. Létt upphitun verður einnig í kvöld, fimmtudag, þar sem leikið verður að fingrum fram.