Á óvissutímum er staðfesta og ákveðni í ákvarðanatöku mikilvæg. Það er mikilvægt að hafa víðtæka reynslu. Reynslu af lífinu. Reynslu úr atvinnulífinu. Reynslu af samn­ingaferli, ákvarðanatöku, almenna pólitíska reynslu og innsæi til að takast á við verkefni á sviði stjórnmála þegar á móti blæs og óvissa er ríkjandi. Þannig er ástand á Íslandi í dag. Það er óvissa. Það eru pólitískar sviptingar.