Þann 11. mars sl. birtust fréttir af fjölda atvinnulausra í Sveitarfélaginu Árborg í fjölmiðlum. Fram kemur á fréttavef Ríkisútvarpsins, ruv.is, þann dag að 990 séu atvinnulausir á Suðurlandi og þar af 526 í Árborg. Þessar upplýsingar voru einnig birtar á fréttavefnum Sudurlandid.is þann sama dag. Svo virðist sem þær tölur séu ekki réttar hvað Sveitarfélagið Árborg varðar. Samkvæmt upplýsingum, sem Fjölskyldumiðstöð Árborgar aflaði frá Vinnumálastofnun Suðurlandi, var 481 atvinnulaus í Sveitarfélaginu Árborg í lok dags þann 11. mars.