Á morgun laugardag göngum við Sjálfstæðismenn til kosninga í prófkjöri okkar í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Hér í Eyjum er mikil og góð hefð fyrir góðri þátttöku í prófkjörum Sjálfstæðismanna og vona ég að svo verði einnig nú. Í framboði eru margir hæfir einstaklingar þar á meðal eru þrír öflugir Eyjamenn, Árni Johnsen sem óskar eftir stuðningi í 1. sæti, Grímur Gíslason sem óskar eftir stuðningi í 3. sæti og Íris Róbertsdóttir sem óskar eftir stuðningi í 4. sæti. Ég óska þeim öllum alls hins besta.