Í gærkvöldi hélt Árni Johnsen fjölmennan fund á Kaffi Kró en fundurinn er hluti af fundarferð þingmannsins um kjördæmið. Milli 55 og 60 manns sóttu fundinn og fékk Árni góðar undirtektir við málflutningi sínum. Meðal annars kom fram á fundinum að reynslulítil kona úr Garðabæ, sem þyrði ekki í framboð í Suðvesturkjördæmi, hefði litla þekkingu á málefnum kjördæmisins bæði sjávarútvegi og landbúnaði, ætti lítið erindi við Eyjamenn.