Björgunarsveitir Slysavarnafélagins Landsbjargar eru nú á leið til aðstoðar tveimur frökkum sem eru í vandræðum á Sprengisandi. Ferðalangarnir voru á leið í Nýjadal en veður er kolvitlaust á svæðinu og hafa þeir misst frá sér tjaldið en eru annars vel búnir.