Fullhlaðinn vörubíll fauk af veginum við Dverghamar skömmu fyrir hádegi í dag og mátti ekki miklu muna að bíllin hefði oltið. Bílstjóri vörubílsins sagði við ljósmyndara Eyjafrétta að vindhviðan hefði einfaldlega gripið vörubílinn og stýrt honum út af veginum. Ökumanninn sakaði ekki en búið er að ná bílnum aftur upp á veg.