Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði í dag reglugerð um makrílveiðar íslenskra skipa á þessi ári. Miðað er við að heildarafli á árinu fari ekki yfir 112.000 tonn, þar af 20.000 tonn á alþjóðlegu hafsvæði utan lögsögu ríkja. Fari aflinn yfir þetta magn mun ráðherra ákveða hvort gripið skuli til veiðibanns eða takmarkana. Þetta er svipað magn og veiddist í fyrra.