Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi er haldið á morgun, laugardag. Ég hvet alla sjálfstæðismenn í kjördæminu til þess að kjósa í prófkjörinu og taka þannig þátt í því að stilla upp sigurstranglegu sóknarliði fyrir kosningarnar í vor. Sóknarliði sem endurspeglar breidd og styrk okkar góða kjördæmis. Suðurkjördæmi er sterkt vígi Sjálfstæðisflokksins og því mikilvægt að við fjölmennum og sýnum þann kraft sem í okkur býr.