Í Morgunblaðinu í dag er birt könnun sem Capacent Gallup vann fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið. Samkvæmt könnuninni tapar Sjálfstæðisflokkurinn fylgi frá kosningunum 2007, Samfylkingin bætir við sig og munar aðeins rúmri prósentu á fylgi flokkanna í Suðurkjördæmi. Mesta stökkið taka þó Vinstri grænir sem mælast með 20,5% fylgi í könnuninni í Suðurkjördæmi en fengu 9,9% atvæða í Alþingiskosningunum 2007.