Þess var minnst í gærmorgun, 12. mars, að liðin voru 25 ár frá því Hellisey VE fórst suðaustur af Eyjum og 4 menn fórust. Guðlaugur Friðþórsson vann þá það einstaka afrek að synda til lands um 6 kílómetra leið í kulda og ólgusjó. Sundafreks Guðlaugs vakti á sínum tíma mikla athygli og þótti allt að því yfirnáttúrulegt.