Í dag kl 10:30 á Bylgjunni verður frumflutt nýtt lag með hljómsveitinni Á móti Sól en þeir verða einmitt með stórdansleik í Höllinni á Laugardagskvöld eftir langa pásu. Mikil tilhlökkun er í sveitinni að koma og spila og munu örygglega heyrast lög úr Rock Star Supernova og Queen showinu en Mangi fór á kostum þar eins og öllum er kunnugt.