Um klukkan fimm í nótt var Björgunarskipið Þór kallað út til að sækja slasaðan sjómann. Sjómaðurinn var um borð í Erlingi KE en hann hafði slasast á báðum höndum þegar verið var að draga netin um borð sem voru föst. Sjómaðurinn var fluttur á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum til aðhlynningar.