Nú er vonskuveður í Vestmannaeyjum en Björgunarfélag Vestmannaeyja er í viðbragðstöðu vegna verðurofsans. Björgunarmenn hafa sinnt einu útkalli en bílskúrshurð hafði fokið upp. Í húsinu búa eldri hjón sem treystu sér ekki í slag við hurðina og leituðu aðstoðar lögreglu. Herjólfi seinkaði þó aðeins um hálftíma þrátt fyrir veðurofsann.