Fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi voru kynntar af kjörstjórn nú fyrir stundu. í fyrsta sæti er Ragnheiður Elín Árnadóttir, þegar talin hafa verið 1.400 atkvæði af um það bil 4.000. Ragnheiður Elín Árnadóttir hefur hlotið 715 atkvæði í 1. sæti. Unnur Brá Konráðsdóttir er í öðru sæti með 503 atkvæði í 1.-2. sæti. Kjartan Ólafsson er í þriðja sæti með 565 atkvæði í 1.-3. sæti og Árni Johnsen í því fjórða með 571 atkvæði í 1.-4. sæti.