Allt tiltækt slökkvlið Vestmannaeyja var kallað út rétt rúmlega tólf í dag þegar tilkynning barst um lausan eld á þriðju hæð sjúkrahússins. Eins og gefur að skilja var viðbúnaður mikill en þegar betur var að gáð hafði ljós brunnið en við það myndaðist reykur og lykt sem settu brunavarnakerfi hússins af stað.