Ofsögum sagt er að ákveðið sé að fresta talningu atkvæða í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Flugfært er sem stendur frá Vestmannaeyjum og munu atkvæðaseðlar þaðan verða sendir uppúr klukkan 18.00 þegar kjörstað verður lokað. Seint í kvöld ættu því úrslit að liggja fyrir.