Lokatölur úr prófkjöri Sjálfstæðismanna eru komnar. Ragnheiður Elín Árnadóttir sigraði með nokkrum yfirburðum, fékk 2192 atkvæði í fyrsta sætið. Árni Johnsen fékk 1576 atkvæði í 2. sætið. Unnur Brá Konráðsdóttir hlaut 1882 atkvæði í 3. sætið og Íris Róbertsdóttir fékk 1812 atkvæði í 4. sætið.