Árni Johnsen, alþingismaður er kominn í annað sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi þegar talin hafa verið 3.200 atkvæði af um það bil 4.000. Árni var í 4. sæti eftir að fyrstu tölur voru birtar. Ragnheiður Elín Árnadóttir, alþingismaður heldur enn efsta sætinu en Unnur Brá Konráðsdóttir, sveitarstjóri er fallin í 3. sætið.