Landsþing Frjálslynda flokksins fór fram í gær á Stykkishólmi en meðal annars var kosið í stjórn flokksins. Hanna Birna Jóhannsdóttir var kosin ritari flokksins en Hanna Birna, sem er búsett í Vestmannaeyjum, var í öðru sæti á lista Frjálslyndra og óháðra í sveitastjórnakosningum í Vestmannaeyjum og auk þess í þriðja sæti á lista Frjálslynda flokksins fyrir Alþingiskosningarnar 2007.