Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV hefur framlengt samning sinn við félagið um tvö ár. Heimir tók við liðinu síðla sumars 2006 af Guðlaugi Baldurssyni og hefur stýrt því síðan. Hann hefur stjórnað liðinu í 51 deildarleik, 32 sigrar, 8 jafntefli og 11 tapleikir. Árangur liðsins var frábær á síðasta sumri þar sem liðið sigraði 1.deildina með glæsibrag.