Lögreglan hafði í nógu að snúast í vikunni sem leið, en þó nokkur erill að kvöldi sl. föstudags og aðfaranótt sl. laugardags vegna þess óveðurs sem gekk yfir eyjarnar. M.a. fékk lögreglan fimm tilkynningar vegna foktjóns, en veðurhæðin náði í um 40 m/sek. á Stórhöfða þegar mest gekk á. Þá þurfti lögreglan, að vanda, að aðstoða fólk sem komst ekki leiðar sinna sökum ölvunar.