Lögreglan á Selfossi biður þá sem hafa orðið varir við hvíta fólksbifreið, líklega Mitshubishi Lancer, að hafa samband í síma 481 1010. Talið er að bifreiðin tengist innbrotum í tvo sumarbústaði í Grímsnesinu aðfaranótt mánudags. Úr öðrum bústaðnum var stolið flatskjá, hljómflutningstæki og kaffikönnu en vasaljósi úr hinum.