Eyjapeyinn Sæþór Ólafur Pétursson hefur þjálfað í vetur hjá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur en Sæþór er við nám í Reykjavík. Hann tók þátt í sínu fyrsta móti í langan tíma um síðustu helgi og sýndi sannkallaða Eyjabaráttu þannig að stöðva þurfti bardagann í annarri lotu vegna yfirburða Sæþórs. Hægt er að sjá myndband af bardaganum hér að neðan.